Vaxtahækkanir og skyldur lánveitenda
Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á upplýsingaskyldu lánveitanda í tengslum við vaxtahækkanir. Þegar Seðlabanki Íslands hækkar meginvexti sína (stýrivexti) fylgja oftast í kjölfarið hækkanir á útlánsvöxtum hjá fjármálastofnunum. Þær eru mismiklar og háðar mati hverrar fjármálastofnunar fyrir sig, en lögum samkvæmt verður þó að vera gagnsæi um slíkar ákvarðanir og forsendur þeirra. Samtökin hafa gagnrýnt vaxtahækkanir seðlabankans og lánveitenda. Burtséð frá þeirri gagnrýni lúta lánveitendur lögum og reglum sem þeir eiga að fylgja við framkvæmd þessara hækkanna.
Bankarnir skulda neytendum vaxtalækkanir!
Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 1 prósentustig í gær eða um 36% og flestir gera ráð fyrir að bankarnir fylgi í kjölfarið og hækki vexti á húsnæðislánum og öðrum neytendalánum.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja minna bankana á að þegar meginvextir Seðlabankans lækkuðu á síðasta ári, þá fylgdu lækkanir bankanna ekki eftir í sama hlutfalli.
Almennt hafa vextir bankanna að undanförnu verið 40%-75% hærri en meginvextir Seðlabankans. Þannig að þegar meginvextir Seðlabankans hafa verið 2,75% hafa vextir bankanna á húsnæðislánum verið í kringum 4,7% á óverðtryggðum íbúðalánum. Að undanförnu hafa vextir bankanna þannig verið um 42% hærri en meginvextir Seðlabankans.
En þá komum við að því sem gerðist, eða gerðist ekki, þegar viðmiðunarvextir Seðlabankans fóru niður í 0,75%. Þá hefðu vextir bankanna átt að fylgja hlutfallslega með og fara niður í rétt rúmlega 1% á óverðtryggðum lánum.
Vaxtahækkanir eru ekkert lögmál og engin þörf á þeim
Hagsmunasamtök heimilanna senda áskorun til ríkisstjórnarinnar og lánveitenda um að halda aftur af vaxtahækkunum.
Samtökin vekja athygli á hvernig heimilin eru nú sem oftar, gjörsamlega berskjölduð fyrir vaxtaákvörðunum lánastofnana.
Eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki í ársbyrjun hafa meginvextir Seðlabanka Íslands verið hækkaðir þrisvar, um 0,25 prósentustig í hvert skipti. Flestir lánveitendur hafa fylgt þeim hækkunum dyggilega eftir með sambærilegum hækkunum á vöxtum húsnæðislána og þannig lagt auknar fjárhagslegar byrðar á stærstan hluta íslenskra heimila.
Heimilin eiga inni allt að 250% vaxtamun
Fréttatilkynning
Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að bankarnir dragi vaxtaokur og vaxtahækkanir sínar til baka og geri þeir það ekki að eigin frumkvæði grípi stjórnvöld til þeirra úrræða sem þau geta til að stöðva þessa ósvinnu. Hagsmunasamtök heimilanna ítreka kröfu sína fyrir hönd heimilanna í landinu um að bankarnir taki á sig byrðarnar með öðrum í samfélaginu og benda á þá staðreynd að heimilin eiga inni hjá bönkunum allt að 250% vaxtamun á húsnæðislánum.
Neytendur hljóta að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að sú lækkun nái strax fram að ganga.
Hagsmunasamtök heimilanna ítreka að það er ólíðandi að bankarnir stingi mismuninum í eigin vasa, ekki síst í núverandi árferði.