Kristján Blöndal og Kaupþing

Ég sótti um frystingu á lánum hjá Kaupþingi, vegna þess að sífellt er erfiðara að standa í skilum. Tók ég það fram í tölvupósti að ég vildi fá svörin frá þeim í gegnum tölvupóst. Fór ég með öll tilskilin gögn, sem bankinn fór fram á og reiknuð staða mín sýndi að hallarekstur var á mínu heimili.
Lesa áfram...

Sigrún Ægisdóttir

Mín saga er löng og ströng en ég skal segja undan og ofan af henn. Ég er í eigin rekstri og hef unnið myrkrana á milli vægast sagt í mörg ár. Ég hef rekið Hársögu sem hársnyrtistofa á Radisson Sas Hotel sögu, síðan 1982. Árið 2005 opna ég útibú í miðbænum, þar sem aðgengi að fjármagni var gott, átti fínt hús skuldlaust næstum því fasteignaverð hafði stígið uppúr öllu valdi, þannig að ég var mjög góður kostur fyrir bankana að lána peninga. Ég átti peninga sem ég hafði safnað mér 4,000,000 og fékk 9.000.000 hjá landsbankanum heildarkostnaður við að koma litla fyrirtækinu upp voru 13,000,000.

Lesa áfram...

Lausn á vanda Íslandsbanka með hjálp einstaklinga

Það þykir sérdeilis góður kostur nú á tímum að vera lausnar-miðaður eins og gjarnan er sagt á fremur óþjálli nútíma íslensku. Orðið lausnari kemur líka í hugann, fagurt íslenskt orð sem segja má að sé nánast samheiti orðsins frelsari enda hafa bæði orðin verið notuð jöfnum höndum um Krist sjálfan í tímans rás.

Lesa áfram...

Saga Valgeirs Sverrissonar

Fjármála - hörmungarsaga númer 199.981.000 Fyrir þá sem þola meira. Það er að bera í bakkafullan læk að greina frá hörmungum íbúðarkaupenda á Íslandi í gegn um tíðina. Samt er ég ákveðinn í að deila með þjóðinni mínum hörmungum, sem væri mér afar kært að heyrðu til undantekninga, en svo er ekki raunin. Til að byrja á sögunni, þá má rekja upphafið aftur til haustsins 1978. Þá keyptum ég og sambýliskona mín okkar fyrstu íbúð, þá var ég 18 og hún 17 ára gömul. Þessi íbúð er staðsett í gamla innbænum á Akureyri, 72 fermetrar. Þessi kaup fóru þannig fram að sparimerki sem þá voru og hétu fengust greidd út við íbúðakaup og voru útborgunin og svo yfirtaka lána þá óverðtryggð og verðtryggð. Þetta var alveg að gera sig og bjuggum við þarna í uþb 4 ár. Man ekki kaupverðið, en þetta var fyrir myntbreytinguna alræmdu 1981.

Lesa áfram...

Viðvörun vegna gengistryggðra lána

Þetta bréf barst frá Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur:

"VIÐVÖRUN TIL YKKAR ALLRA MEÐ GENGISLÁNIN

Sem betur fer þá tók ég eftir þessum litlu stöfum sem bankinn hafði breytt frá upphaflegum samningi því ég var sjálf að skrifa undir breytingaskilmálana með 23% niðurfellingunni (Þeir eru svo almennilegir. ……………eða hitt þó….)

Lesa áfram...

Margrét sendi Landsbankanum þetta

Vegna engra viðbragða frá Landsbankanum eða stjórnvöldum hvað varðar kröfur um niðurfellingu stökkbreyttra höfuðstóla höfum við ákveðið að taka þátt í greiðsluverkfallinu. Við munum því ekki greiða næsta gjalddaga fyrr en 11 desember þegar þessu greiðsluverkfalli lýkur. Okkur langar því að biðja ykkur um að sleppa því að senda út ítrekanir vegna þessa gjalddaga enda væri það eingöngu til að auka enn á kostnað okkar vegna þessarra lána og hefur engan tilgang þar sem við höfum nú tilkynnt ykkur formlega að við munum ekki greiða fyrr en greiðsluverkfallinu lýkur.
 
Ég óska eftir því að Landsbankinn sendi mér svar við þeirri ósk minni að sleppa því að senda ítrekanir vegna þessa gjalddaga.
 
Ég vil að lokum taka fram að við höfum fram til þessa aldrei verið í vanskilum við hvorki Landsbankann né aðra lánadrottna og við erum mjög ósátt við að þurfa að grípa til þessara ráða.  Í raun teljum við sjálf heimskulegt af okkur að vera enn að henda peningum í hítina.  Og eina ástæðan fyrir því að við erum enn að greiða er sú að við trúum því að Landsbankinn og stjórnvöld muni fljótlega átta sig á nauðsyn þess að koma til móts við skuldara.
 
Fyrirfram þakkir fyrir að lesa þetta yfir og svara okkur 
 
Margrét Jónsdóttir

 

Lesa áfram...

Sögur úr greiðsluverkfalli - Verum kurteis

Okkur eru að berast töluvert af frásögnum af viðskiptum fólks við bankastofnanir í geiðsluverkfallinu. Nokkur vandræðagangur hefur verið með að fá greiddar úttektir hjá gjaldkerum og okkur borist nokkrar frásagnir af því. Stjórn HH vill beina þeim vinsamlegu tilmælum til almennings að sýna bankastarfsmönnum ávallt fyllstu kurteisi.

Lesa áfram...

Þórarinn tekur til varna fyrir sig og sína

Til forsvarsmanna Frjálsa fjárfestingabankans: 26. ágúst 2009

Kæri lánveitandi!
Hér með tilkynnist að lántakandi yðar, Þórarinn Einarsson (kt. XXXXXX-XXXX) hefur ákveðið víkja til hliðar lánasamningum sínum við lánveitenda með því að draga allar lánatengdar greiðslur í óákveðinn tíma (greiðslustöðvun hófst að hluta í júní 2009) í samræmi við lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga frá 1936 nr. 7. en þar segir í 36. grein:

Lesa áfram...

Björn Kristján Arnarsson sendi þessa frásögn

sæl og blessuð
mig langar að senda ykkur smá sögu ...
 
ég á Izuzu Trooper, árg 2002 sem ég keypti á 1.790.000 fyrir næstum 2 árum síðan ...
tekið var erlend lán upp á 1.5mill .... bíllinn er búinn að vera á sölu í næstum 9 mánuði án árangurs ...
þannig að ég ákvað að droppa verðinu niður fyrir 1 millj og sjá hvað gerðist ...
í gær fékk ég tilboð upp á 890þús sem ég vill bara samþykkja og losna við bílinn ...
lánið stendur í dag í 3.2 millj og LÝSING bannar mér að selja hann, NEMA AÐ ÉG GERI UPP MISMUNINN!!
það er EKKERT annað í boði, segja þeir! - þar sem ég hef engar 2,4millj til þess borga upp lánið (enda myndi ég aldrei gera það þar sem ég tók 1.5millj kr lán á bílinn!), þá vilja þeir semsagt frekar að þeir rifti samningnum og hirði bílinn, í stað þess að fá allaveganna 890þús inn á lánið og reyna síðan að díla eitthvað um mismuninn!!?? ... hvað er að þessu fyrirtæki!!!!!?????? :-(
 
kv
Björn
Lesa áfram...

Saga Margrétar og Marteins

Heil og sæl

Hér er saga af venjulegu heimili á Íslandi í dag. Við erum kjarnafjölskylda, pabbi, mamma, tvö börn og hundur. Við búum í fjögurra herbergja íbúð í blokk og höfum búið í sömu íbúðinni í 10 ár. Í apríl í fyrra missti húsbóndinn vinnuna, hann var með þriggja mánaða uppsagnarfrest + sumarfrí.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed
  • 1
  • 2

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum