Viðvörun vegna gengistryggðra lána

Þetta bréf barst frá Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur:

"VIÐVÖRUN TIL YKKAR ALLRA MEÐ GENGISLÁNIN

Sem betur fer þá tók ég eftir þessum litlu stöfum sem bankinn hafði breytt frá upphaflegum samningi því ég var sjálf að skrifa undir breytingaskilmálana með 23% niðurfellingunni (Þeir eru svo almennilegir. ……………eða hitt þó….)


 
Til ykkar sem hafið tekið gengislán, þ.e. bíla eða íbúðarlán. Um þessar mundir bjóða bankarnir uppá ca 23% eða hvað sem það nú er hjá mismunandi banka - -niðurfellingu á upphaflegum lánasamningi og við það breytist lánið í ísl. lán. ATH AÐ NÝJI SAMNINGURINN ER MEÐ BREYTTU SAMNINGSNÚMERI, SEM GERIÐ YKKUR RÉTTLAUS VERÐI GENGISLÁNIN GERÐ ÓLÖGLEG. Áríðandi er að skrifa eftirfarandi klausu á ÖLL undirskrifuð skjöl – því það er einungis skrifuð breyting frá fyrri samningi á einu blaði – en ekki öðrum skjölum þar sem þú þarft að skrifa undir með 2 vottum:


Með fyrirvara um lögmæti og réttmæti gengislána, áskil ég mér rétt til að krefjast niðurfellingar til samræmið við UPPHAFLEGAN lánasamning nr. ............. (og bæta við upphafstöfum þínum)
 
Passa að skrifa ekki nýja númerið – þeir læða aftast samningsnr. í stað 002 þá setja þeir á nýja samninginn 003  því þá ertu réttlaus ef ríkisstjórn og Alþingi hundskast til að dæma gengissamningana ólöglega.
 
Það er nógu mikill hryllingur  að þurfa að keyra á einhverri druslu þegar maður er búin að greiða rúml. 4.000.000 árið 2015,  sem upphaflega var kr. 1.854.000 í feb. 2007.  Þ.e.a.s.  ef bílskrjóðurinn verður lifandi."

Ritsjóri heimillin.is gerir aðeins eina smávægilega athugasemd við ofangreindan texta og það er að dómstólar munu ef að líkum lætur taka á lögmæti gengistryggðra lánasamninga til neytenda en ekki ríkisstjórn eða Alþingi. Stjórn HH hefur þó aldrei talið neitt því til fyrirstöðu að Alþingi eða ríkisstjórn leitaði eftir lögfræðiáliti á lögmæti þessara samninga og setti í gang aðgerðir til að frysta þau á meðan réttaróvissa ríkir. Þess má geta að Talsmaður neytenda hefur leitað eftir að sett verði lögbann á innheimtu þessara lána á meðan um þá ríkir réttaróvissa.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum