Kristján Blöndal og Kaupþing

Ég sótti um frystingu á lánum hjá Kaupþingi, vegna þess að sífellt er erfiðara að standa í skilum. Tók ég það fram í tölvupósti að ég vildi fá svörin frá þeim í gegnum tölvupóst. Fór ég með öll tilskilin gögn, sem bankinn fór fram á og reiknuð staða mín sýndi að hallarekstur var á mínu heimili.
Nokkrum dögum síðar eða Þriðjudaginn 10.Febrúar 2009 kl. 13.16 hringdi þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi til þess að segja mér að umsókn mín um frystingu á lánum hafi verið synjað á þeim forsendum að staða mín væri jákvæð,en bankinn var búinn að reikna það út og að eftir stæðu um það bil 4.000 kr. í afgang (á mánuði).

Ég var ekki ánægður með þessa niðurstöðu og bað þjónustufulltrúann um að hún sendi mér útreikningana frá þeim í tölvupósti. Eftir þetta fór ég í bankann og fékk gögnin mín afhent til baka og svo tók ég út allt mitt fé og lét eyðileggja reikningana og flutti svo viðskiptin í annan banka(sparisjóð).

Seinna um daginn athugaði ég hvort ég hefði fengi skilmerkilegt svar frá bankanum um synjunina, en ekkert var komið, svo ég ítrekaði það þá í tölvupósti og fékk svo að lokum þetta svar:

Nýi Kaupþing banki býður viðskiptavinum í greiðsluerfiðleikum aðstoð við að leysa úr fjárhagsvanda sínum. Allir einstaklingar, sem skulda verðtryggð lán með veði í fasteignum á Íslandi eiga rétt á svokallaðri greiðslujöfnun, en þá eru afborganir lánanna reiknaðar út skv. svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu, sem er lægri en vísitala neysluverðs, sem skilmálar skuldabréfa kveða almennt á um að sé notuð við útreikning greiðslunnar. Hluta útreiknaðrar greiðslu skv. vísitölu neysluverðs er þannig frestað þar til eftir að upprunalegum lánstíma er lokið. Dugi greiðslujöfnun ekki til að leysa fjárhagsvanda viðkomandi eru aðrar lausnir til, svo sem lenging lána eða jafnvel frysting afborgana af höfuðstól eða frysting afborgana höfuðstóls og vaxta. Nýi Kaupþing banki hefur ekki séð sér fært að grípa til þeirra aðgerða nema um raunverulegan greiðsluvanda sé að ræða. Til að meta hvort um greiðsluvanda sé að ræða er stuðst við reglur bankans um greiðslumat. Sýni greiðslumatið að fjárhagsleg geta sé fyrir hendi til að greiða af lánum samkvæmt núverandi skilmálum þeirra er frysting ekki heimiluð.

Sem sagt, allt annað svar var gefið þegar um tölvupóst var að ræða. Þannig að niðurstaðan er þá sú að bankarnir styðjast við sína eigin útreikninga og túlkun á því hvað erfiðleikar eru og enn ein vísbendingin hefur komið fram um það að bankarnir eru alls ekkert að hjálpa fólkinu í landinu.

Ég skora á fólk að flytja viðskiptin sín ef það er mögulegt,til annarra fjármálastofnana.

Bestu kveðjur.

Kristján Blöndal

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum