Starfsemin
Samtökin voru stofnuð til varnar hagsmunum lántakenda og íslenskra heimila. Umræða um hagsmuni heimilanna á fjármálamarkaði var og er brýn. Félagsmenn eru tæplega níu þúsund og hafa lengst af verið á milli átta og níuþúsund einstaklingar. Síðustu ár hafa samtökin boðið félagsmönnum reglulega uppá opna spjallfundi með fulltrúum stjórnar. Samtökin hafa einnig staðið fyrir félagsfundum og borgarafundum þegar stjórn telur þörf á. Við hvetjum félagsmenn til þáttöku í starfi samtakanna og eru opnir spjallfundir og aðalfundur HH greiður aðgangur fyrir félagsmenn. Aðalfundur er haldinn snemma árs eða fyrir febrúarlok ár hvert.
Samtökin hafa lengi verið eini óháði ráðgefandi aðilinn á fjármálamarkaði en samtökin veita félagsmönnum sínum lögfræðilega ráðgjöf um réttindi sín og aðstoða eins og unnt er við til að ná fram þeim réttindum og verja þau.
Afstaða samtakanna er sú að heimilin eigi ekki að vera háð ráðgjöf eða afstöðu fjármálafyrirtækja í viðskiptum sínum enda eru þau ekki hlutlaus í þeirri afstöðu. Það er nauðsynlegt að óháð ráðgjöf sé öllum aðgengileg. Viðskipti heimilanna á fjármálamarkaði eru einn stærsti útgjaldaliður þeirra og gríðarlega mikilvæg fyrir heimilin, hagkerfið allt og lífskjör landans.
Á vefsíðu samtakanna er fjallað um verkefni stjórnar og önnur málefni sem eru á döfinni í stafsemi samtakanna. Langtímamarkmið samtakanna er að miðla þekkingu af vettvangi samtakanna út í samfélagið með gagnlegum hætti fyrir íslensk heimili. Fjölmargt í starfsemi samtakanna tekur mið af reynslu þeirra og félagsmanna af efnahagshruninu.
Aðalfundur 2022
Reykjavík 23. febrúar 2022Gögn af aðalfundi verða sett upp fljótlega.
Ársskýrsla Hagsmunasamtaka heimilanna 2019-2020
Reglulega leita samtökin eftir fjárhagslegum stuðningi eða styrkjum hjá því opinbera eða stéttarfélögum en því miður hafa samtökin aldrei átt greiða leið að fjárhagslegum stuðningi, þrátt fyrir mikilvægt starf. Stjórnarmenn vonast til að það muni breytast með vitundarvakningu um mikilvægi þess að efla neytendarétt á fjármálamarkaði. Hjá félaginu starfa tveir starfsmenn í hlutastarfi og báðir vinna að verkefnum stjórnar ásamt því að sinna daglegum rekstri félagasamtakanna.
Aðalstjórn HH 2022-2023: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Einar Valur Ingimundarson, Guðmundur Ásgeirsson, Hafþór Ólafsson, Sigríður Örlygsdóttir.
Varastjórn HH 2022-2023: Álfheiður Eymarsdóttir, Björn Kristján Arnarson, Ragnar Unnarsson, Stefán Stefánsson.