Starfsemin

Samtökin voru stofnuð til varnar hagsmunum lántakenda og íslenskra heimila. Umræða um hagsmuni heimilanna á fjármálamarkaði var og er brýn. Félagsmenn eru tæplega níu þúsund og hafa lengst af verið á milli átta og níuþúsund einstaklingar. Síðustu ár hafa samtökin boðið félagsmönnum reglulega uppá opna spjallfundi með fulltrúum stjórnar. Samtökin hafa einnig staðið fyrir félagsfundum og borgarafundum þegar stjórn telur þörf á. Við hvetjum félagsmenn til þáttöku í starfi samtakanna og eru opnir spjallfundir og aðalfundur HH greiður aðgangur fyrir félagsmenn. Aðalfundur er haldinn snemma árs eða fyrir febrúarlok ár hvert.
 
Samtökin hafa lengi verið eini óháði ráðgefandi aðilinn á fjármálamarkaði en samtökin veita félagsmönnum sínum lögfræðilega ráðgjöf um réttindi sín og aðstoða eins og unnt er við til að ná fram þeim réttindum og verja þau.

Afstaða samtakanna er sú að heimilin eigi ekki að vera háð ráðgjöf eða afstöðu fjármálafyrirtækja í viðskiptum sínum enda eru þau ekki hlutlaus í þeirri afstöðu. Það er nauðsynlegt að óháð ráðgjöf sé öllum aðgengileg. Viðskipti heimilanna á fjármálamarkaði eru einn stærsti útgjaldaliður þeirra og gríðarlega mikilvæg fyrir heimilin, hagkerfið allt og lífskjör landans. 

Á vefsíðu samtakanna er fjallað um verkefni stjórnar og önnur málefni sem eru á döfinni  í stafsemi samtakanna. Langtímamarkmið samtakanna er að miðla þekkingu  af vettvangi samtakanna út í samfélagið með gagnlegum hætti fyrir íslensk heimili. Fjölmargt í starfsemi samtakanna tekur mið af reynslu þeirra og félagsmanna af efnahagshruninu.

Aðalfundur 2022

Reykjavík 23. febrúar 2022
Gögn af aðalfundi verða sett upp fljótlega.

 

Ársskýrsla Hagsmunasamtaka heimilanna 2019-2020

 

 

Samtökin eru rekin á árgjaldi félagsmanna sem eru og hafa frá stofnun samtakanna verið valkvæð. Í valkvæðu árgjaldi felst að félagsmanni ber ekki skylda til þess að greiða það til að halda áfram aðild að samtökunum. Félagsmaður getur því falið greiðsluseðil í heimabanka þar til hann/hún hefur kost á því að styðja við samtökin.

Reglulega leita samtökin eftir fjárhagslegum stuðningi eða styrkjum hjá því opinbera eða stéttarfélögum en því miður hafa samtökin aldrei átt greiða leið að fjárhagslegum stuðningi, þrátt fyrir mikilvægt starf. Stjórnarmenn vonast til að það muni breytast með vitundarvakningu um mikilvægi þess að efla neytendarétt á fjármálamarkaði. Hjá félaginu starfa tveir starfsmenn í hlutastarfi og báðir vinna að verkefnum stjórnar ásamt því að sinna daglegum rekstri félagasamtakanna.
Stjórn samtakanna fundar að lágmarki einu sinni í mánuði um málefni félagsmanna og önnur hagsmunamál heimilanna. Stjórnarmenn eru sjálfboðaliðar og starfa af hugsjón við hagsmunamál heimilanna. Starf stjórnar er þverpólitískt en í því felst að stjórnarmenn koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að tala fyrir hagsmunum heimilanna á víðum grundvelli en ekki síst um bætt kjör og réttindi lánþega á fjármálamarkaði.

Aðalstjórn HH 2022-2023: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Einar Valur Ingimundarson, Guðmundur Ásgeirsson, Hafþór Ólafsson, Sigríður Örlygsdóttir.

Varastjórn HH 2022-2023: Álfheiður Eymarsdóttir, Björn Kristján Arnarson, Ragnar Unnarsson, Stefán Stefánsson.

 

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum